Smá sprell í brúðxxxxx, fyrirgefiði, afmælinu

Sprellið

Guffa systir og Siggi héldu upp á fertugsafmælin sín um daginn og var það aldeilis fínt teiti. Takkastjóri hér var í ágætis stuði, át vel og fékk sér aðeins neðan í því - óverulega þó enda dannaður náungi, en dansaði meira en samanlagt síðasta áratuginn. Maður svitnar við það, því var ég búinn að gleyma.

Við sprelluðum aðeins í afmælinu. Margir bjuggust við því að parið tilkynnti að hér væri ekki einungis um afmæli að ræða heldur og giftingu - ég vissi um einn sem var með aukaumslag í jakkavasanum -  en systir mín tók skýrt fram í upphafi að þau hefði ekki verið að gifta sig! Við stóðumst samt ekki mátið þegar Solla systir fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að panta prest sem hún kannast við; Solla hringdi sem sé í séra Óskar í Akureyrarkirkju sem býr í grennd við veislusalinn, hann brást skjótt við og ég kynnti hann sem leynigest. Hann sagðist vitaskuld hafa verið pantaður á staðinn, spurði hvar brúðhjónin væru og fær 10 plús fyrir leik.l Ég komst að því á eftir að Óskar er uppalinn á Laugarvatni eins og Siggi og foreldrar þeirra eru mikið vinafólk.

Þessi litla uppákoma vakti mikla lukku.

 


Guffa og Siggi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband