8.4.2006 | 17:21
Útlendingar í Eyjafirði
Var að koma af opnun sýningarinnar Útlendingar í Eyjafirði í Ketilhúsinu. Mæli með henni; skemmtileg sýning sem varpar ljósi á það alþjóðlega andrúmsloft sem svífur yfir vötnum í Eyjafirði um þessar mundir. Ég efast um að fólk hafi gert sér grein fyrir því hve margir útlendingar búa í firðinum, fólk sem er að fást við mjög margvísleg störf.
Glæsileg sýning hjá nemum á öðru ári í fjölmiðlafræði við Háskólann hér á Akureyri og Markúsi kennara þeirra.
Undirtitill sýningarinnar, Við vildum vinnuafl en fengum fólk er líka alveg stórmerkilegur og segir meira en mörg orð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Margskonar menning, Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2006 kl. 21:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.