Enn skúbbar Hersh

Bandaríski blaðamaðurinn Seamour Hersh heldur því nú fram að Bush hyggi á innrás í Íran. Hersh er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Bandaríkjanna og tíðindi eins og þessi vekja því athygli þegar þau koma frá honum.

Hersh hefur skrifað margar bækur, þar á meðal The Dark Side of Camelot sem kom út 1997 og er alveg hreint bráðskemmtileg. Þar fjallar hann um John F. Kennedy forseta og hans fólk á margvíslegan hátt og ýmislegt ber á góma; Svínaflóaævintýrið, Víetnam, kosningarnar sem Kennedyarnir "stálu" og, ja má ég kalla það óhefðbundið einkalíf í Hvíta húsinu?

Ef til vill ekki algjörlega pottþétt sagnfræði, eins og einn vinur minn og starfsbróðir sagði einhvern tíma, en ansans ósköp skemmtileg engu að síður. Segi ekki meira . . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband