18.4.2006 | 23:20
Leiðinlegasta bók í heimi
Varúð! Varúð!
Barnabókin Benni og Bára (appelsínugul, í einhverjum smábarnabókaflokki sem ég man ekki hvað heitir) er leiðinlegasta bók í heimi. Að minnsta kosti sú leiðinlegasta sem ég hef lesið. Og ekki bara lesið einu sinni eða tvisvar, heldur örugglega hundrað sinnum.
Það rifjaðist skyndilega upp fyrir mér á dögunum, þegar ég fann nefnda skruddu í kassa niðri í bílskúr, að ég var búinn að ákveða að vara þá kynslóð við, sem nú á börn á lesa-fyrir-á-kvöldin aldri.
Þarna í bílskúrnum stakk ég upp á því við konuna mína í fyrsta skipti að henda bók í ruslið. Við ákváðum þó að gera það ekki, aðallega vegna þess að dætur okkar eru orðnar það gamlar að nú lesa þær allt sjálfar og hafa gert lengi - líka Sara þó að hún sé ekki nema átta ára. Það er sem sagt engin hætta á að maður þurfi að fletta Benna og Báru framar.
En þau skötuhjú verða falin í neðstu skúffunni ef ég verð einhvern tíma afi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst vænt um að eiginkonan hefur haft vit fyrir þér. Ég er nefnilega orðinn afi og þessi bók á eftir að koma sér vel, sannaðu til. Þú ættir eiginlega að leita og athuga hvort þú finnur ekki Bláa hattinn, Tralla og fleiri slíkar góðar bækur.
Valur Óskarsson, 18.4.2006 kl. 23:45
Biðst afsökunar.
Bókin heitir auðvitað Græni hatturinn og svo er önnur, sem heitir Bláa kannan. Gat ekki sofnað nema ég hefði leiðrétt þessi mistök. Bið höfunda bókanna velvirðingar og læt þetta ekki koma fyrir aftur.
Valur Óskarsson, 19.4.2006 kl. 00:05
Benni og Bára eru alltaf vinsælar sögur. Mér finnst reyndar Benni og Bára skemmtilegri heldur en þríhjólið hans Stebba (sem er ein af þessari nýrri bókum í flokknum og ég þurfti að lesa of oft). Ég held að fliparnir gera útslagið - - það er svo gaman að þurfa að giska á hver næsta flík verður sem týnd er á kroppinn... þó svo að svarið sé nokkuð augljóst. Kveðja..
Bára, 20.4.2006 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.