29.8.2006 | 16:11
Veðurfrétt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2006 | 19:21
Flott vaka
Dægurmál | Breytt 29.8.2006 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2006 | 15:58
Endurskoðað áhættumat staðfestir fyrra mat
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2006 | 10:09
Hugsanleg fjölgun í fjölskyldunni!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2006 | 21:46
Föngulegur hópur
Pabbi og mamma eiga glæsileg barnabörn eins og sjá má á þessari mynd, sem ég tók daginn eftir fertugsafmælisveislu Guffu og Sigga um daginn. Guffa systir á fjórar dætur, ég á þrjár, Solla systir einn son og Ásgrímur Örn, örverpi mömmu og pabba, kann báðar aðferðirnar og á sitt af hvoru tagi. Í efri röðinni eru, frá vinstri: Heba Þórhildur (Guffudóttir), Alma (mín), Lilja (Guffudóttir) og Sara (mín). Fremri röð frá vinstri: Bára (Guffu), Heba Karitas (Ásgríms), Unnar Þór (Sollu), Sigríður Kristín (Guffu), Arna (mín) og Birgir Orri (Ásgríms). Við sama tækifæri var tekin mynd af okkur öllum; pabba og mömmu með börnum sínum og tengdabörnum og barnabörnum, en ég hlífi dyggum áskrifendum mínum við þeirri mynd að sinni. Hún verður líklega ekki birt fyrr en allir hafa greitt áskriftina fyrir þennan mánuð . . .
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 21:37
Smá sprell í brúðxxxxx, fyrirgefiði, afmælinu
Guffa systir og Siggi héldu upp á fertugsafmælin sín um daginn og var það aldeilis fínt teiti. Takkastjóri hér var í ágætis stuði, át vel og fékk sér aðeins neðan í því - óverulega þó enda dannaður náungi, en dansaði meira en samanlagt síðasta áratuginn. Maður svitnar við það, því var ég búinn að gleyma.
Við sprelluðum aðeins í afmælinu. Margir bjuggust við því að parið tilkynnti að hér væri ekki einungis um afmæli að ræða heldur og giftingu - ég vissi um einn sem var með aukaumslag í jakkavasanum - en systir mín tók skýrt fram í upphafi að þau hefði ekki verið að gifta sig! Við stóðumst samt ekki mátið þegar Solla systir fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að panta prest sem hún kannast við; Solla hringdi sem sé í séra Óskar í Akureyrarkirkju sem býr í grennd við veislusalinn, hann brást skjótt við og ég kynnti hann sem leynigest. Hann sagðist vitaskuld hafa verið pantaður á staðinn, spurði hvar brúðhjónin væru og fær 10 plús fyrir leik.l Ég komst að því á eftir að Óskar er uppalinn á Laugarvatni eins og Siggi og foreldrar þeirra eru mikið vinafólk.
Þessi litla uppákoma vakti mikla lukku.
21.8.2006 | 10:39
Sjötti forseti lýðveldisins, eða sá sjöundi
Ég veit ekki hve lengi Ólafur Ragnar Grímsson vill vera forseti Íslands. Hann segist enn ekki vita hvort hann býður sig fram á ný, en það er ljóst að Ólafur gegnir embættinu þangað til hann kýs sjálfur að hætta. Enginn á séns í hann í kosningum.
En ég hef hins vegar komið auga á sjötta forseta lýðveldisins. Hann er reyndar það ungur að kannski hann verði frekar sá sjöundi. Ég þekki manninn ekki neitt, hann hefur enn ekki hugmynd um að hann verði forseti (!) og ég er alls ekki viss um að hann hafi áhuga á embættinu. En hann þarf að verða forseti.
Meira síðar - kannski.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2006 | 22:20
Teitur og tarfurinn
Við komum að sunnan í kvöld, litla fjölskyldan mín, eftir dvöl á borgarhorninu síðan á fimmtudag. Ýmislegt dreif á daga okkar; ég mætti í vinnuna (! - eins og það sé eitthvað nýtt) og þær fóru í búðir (eins og það sé heldur eitthvað nýtt!). Til stóð að kíkja á menninguna í gærdag en við fórum þess í stað í skírnarveislu þar sem sonur Gunnu og Ottós var vatni ausinn og ber nú nafnið Teitur.
Ætluðum svo að kíkja á menninguna í gærkvöldi en gleymdum okkur við matarborðið hjá Ólöfu og Sigga. Þar var m.a. boðið uppá hreint dásamlegt hreindýrakjöt - væntanlega tarf, sbr. fyrirsögnina - meistaralega grillað, og villisveppasósu sem var göldrum líkust. Vissulega menning að borða góðan mat, og líklega sú skemmtilegasta. En eina menningin sem við urðum vitni að, þessi með stóra m-inu sem tilheyrði "Menningarnóttinni", var flugeldasýningin í gærkvöldi. Hún var fín.
Svo má ekki gleyma því að ég fór með dæturnar í gamla heimabæinn okkar, sjálft Seltjarnarnesið, þar sem við fórum í sundlaugina góðu í fyrsta skipti eftir breytingarnar. Þær virðast vel heppnaðar þótt eitthvað sé eftir af framkvæmdum.
Ég treysti því að Guðrún Ína og Rúnar hafi verið uppi í sumarbústað, svo ég geti logið því að þeim að ég hafi bankað uppá, eða þá að þau lesi þetta ekki! Ég loooooooofa því að við komum næst. Segjum bara að ég hafi verið örmagna eftir maraþonið...
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.8.2006 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2006 | 20:49
Yndislegt fámenni
Forsíður tímaritanna blöstu við mér í Brynju, þeirri frægu ísbúð, nú í kvöld. Þær minntu mig á hve yndislega smátt og skondið íslenska þjóðfélagið er. Á forsíðu Nýs lífs brosti Bryndís Schram við mér, hún og Jón Baldvin voru framan á Séðu og heyrðu og hver skreytti forsíðu Vikunnar? Jú, Kolfinna dóttir þeirra. Yndislegt!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2006 | 22:36
Stökkbreyting?
Mjög líklega hefur orðið stökkbreyting í fjölskyldu minni. Minnsti frændinn, Birgir Orri Ásgríms bróður míns og Lenu Rutar sonur, er nefnilega með ótrúlega bíladellu. Hann er ekki nema tveggja ára en veit fátt skemmtilegra en að skoða bíla og benda þá, segja hvað þeir heita og hvað þeir segja!
Ekki skal ég útiloka að bíladellugenin séu komin úr Lenu eða hennar fólki, Kiddi bróðir Lenu á að minnsta kosti forláta Bronco sem Biggi kallar "Bokkó" og í honum heyrist "bvúúmmmmmm" skv. litla frænda. Hann hefur reyndar engan áhuga á að segja hvað minn bíll heitir, enda á ég bara venjulegan fjölskyldubíl sem segir líklega ekkert sérstakt, en hann þekkir þá dós og líka bílinn sem ég er oft á í vinnunni! Á sunnudaginn kom fjölskyldan saman hjá Guffu og Sigga og Biggi litli linnti ekki látum fyrr en hann fékk að skreppa út að keyra - þ.e.a.s. að setjast undir stýri í bíl afa síns og ömmu og grípa aðeins í stýrið. Þarna situr amma Heba með hann og í bakgrunni eru Lilja og Heba Þórhildur, frænkur hans, og svo stóra systir hans hún Heba Karitas.
Mér sýnist litla bíladellukarlinum ekki leiðast undir stýri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)