3.8.2006 | 12:51
Sumarfrí II - Jordgubbar
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.8.2006 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 10:27
Sumarfrí I - Stjerneskud
Ingeborg gamla á veitingastaðnum Hos Ingeborg í sjávarútvegsbænum Esbjerg í Danmörku kann að servera Stjerneskud, rauðsprettu á ristuðu brauði, með rækjum, sperglum og öllu tilheyrandi. Við þau eldri í hópnum bröggðuðum á þessu lostæti en yngri kynslóðin fékkst ekki til þess, ef ég man rétt, heldur fékk íslenskt sjoppufæði - franskar kartöflur og þess háttar. En allur hópurinn fékk frítt að reykja, því á þessum annars skemmtilega veitingastað hefur það enn ekki verið bannað. Eða var að minnsta kosti ekki fyrr í sumar.
Dyggum lesendum síðunnar til upplýsingar læt ég svo fylgja með uppskrift að stjörnuhrapinu góða, sem ég fann á heimasíðu dönsku hjartaverndarinnar. Og fyrst þetta birtist þar geri ég ráð fyrir að heldur sé rétturinn talinn hollur frekar en hitt.
Ingredienser:
8 rødspættefileter, 1 æg til panering, 1 dl. Rasp, 1/2 liter rapsolie.
Dressing:
1 dl fromage frais, 2 spsk. Letmayonnaise, 1-2 spsk tomatketchup, salt, peber.
4 tykke store skiver lyst brød (ca. 70 g pr. stykke, brug evt. 2 stykker pr. person), 12 salatblade, 1 stort glas asparges (200 g drænet), 1/2 citron i skiver, 1/2 agurk i skiver, 2 tomater i både, 1 lille dåse sort kaviar (stenbiderrogn, 60 g), 1 hårdkogt æg, 1 bakke karse,100 gram rejer.
Fremgangsmåde:
Vend de 4 af fiskefileterne i æg og rasp og steg dem gyldne i en gryde med meget varm olie. Damp de resterende 4 fiskefilet kort i en gryde med lidt vand tilsat lidt salt.
Dressing: Rør alle ingredienserne sammen og smag til med salt og peber.
Rist brødet på brødristeren. Læg 3 salatblade på hver skive brød. Herpå 1 stegt og 1 dampede fisk. Kom 2 spsk. dressing over. Læg herpå 1/4 af aspargesene, 1 skive citron som citronspringer,1/4 af agurkeskiverne som springere, 1/2 tomat i både, 1 spsk. kaviar, 1/4 hårdkogt æg og karse.
Drys til sidst med rejer.
Energi pr. person: 1900 kJ (460 kcal), Protein 26%, Kulhydrat 44%, Fedt 30% (16 gram pr. person).
Hvis du vil tabe dig, er din portion: 1/4 af opskriften.
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.8.2006 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2006 | 10:46
Allt tekur enda
Senn lýkur afskaplega huggulegu sumarfríi mínu. Svíar og Danir nutu þess að fá mig og fjölskylduna í heimsókn, ekki síst verslunargeirinn sem ku hafa blómstrað sem aldrei fyrr síðari hluti júní og fyrstu dagana í júlí.
Veltan í sjoppunni á Egilsstaðaflugvelli jókst svo umtalsvert kvöld eitt snemma í júlí þegar beina flugið á milli Kaupmannahafnar og Akureyrar lenti þar, sællar minningar. Þá var ekkert slor að vera í stuttbuxum og ermalausum bol, þess albúinn að ganga út í upphitaðan bílinn á Akureyrarflugvelli og keyra heim á fimm mínútum, en fá svo í bónus ríflega þriggja tíma akstur í rútu yfir öræfin. Frábært!
Síðustu vikur hef ég gjarnan farið í rauðu peysuna með málningarslettunum og spókað mig þannig í heimabænum. Virkar alltaf sannfærandi og ég talinn sveittur við að dytta að heima meira og minna allan daginn.
Kannski ég hundskist svo til þess að henda hér fljótlega inn nokkrum myndum frá sumrinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2006 | 10:36
Viðrar vel til loftárása
Þetta er fengið að láni, núna rétt áðan, af vef Veðurstofu Íslands.
Á föstudag: Sunnan- og suðaustan 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt og nokkuð bjart veður norðanlands. Hvessir heldur allra syðst um kvöldið. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2006 | 10:33
Tært loft en helgarblíða
Það var yndislegt að finna tært loft - kalt og gott - streyma inn um svefnherbergisgluggann í gærmorgun. Aldrei betra að vakna.
Ég er hræddur um að tæra loftið sé á förum frá Akureyri í bili því hér er spáð hlýindum um helgina. Þá verður bara að kæla sig niður einhvern veginn öðruvísi en með því að ganga út á stétt ...
Búast má við gríðarlegum fjölda gesta í höfuðstað Norðurlands um helgina, og ekki kæmi á óvart miðað við veðurspá og reynslu að þeir fyrstu komi strax í kvöld. Veri þeir velkomnir með góða skapið í góða veðrið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2006 | 12:51
Atvinna og ættarmót
Hér kemur einn af gömlu Viðhorfspistlunum mínum úr Mogganum, í tilefni allra ættarmótanna sem fara fram í sumar. Þessi grein er orðin dálítið rykfallin; birtist vorið 1999 en er þó kannski sígild.
- - - - -
Maðurinn sem fann upp ættarmótið á Fálkaorðuna skilið. Vísast veit enginn hvar hann er eða hver hann er, en ýmsir í þjóðfélaginu eru þessum merkilega uppfinningamanni eflaust ævarandi þakklátir. Hafi einhver skarað fram úr í því að fjölga störfum hérlendis hin síðari ár, þá er það ekki Framsóknarflokkurinn, þótt hann haldi því fram, heldur maðurinn sem fann upp ættarmótið.
Hverjir standa í þakkarskuld við hann? Mér dettur í hug að nefna veitingamenn, gistihúsaeigendur og raunar mætti líklega telja upp alla í ferðaþjónustunni og þá sem henni tengjast. Þá sem selja jeppa, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bensín og olíur. Dekk og gotterí, bjór og annað áfengi. Tjöld. Að ekki sé nú talað um grillkjöt og þess háttar góðgæti. Og tímarit, því þau eru nauðsynleg í svona ferðalögum. Líka harðfiskur, þótt hann sé dýr. Sólgleraugu og sólarvörn (ef ættarmótið er fyrir norðan og austan) og regn- og vindgallar (ef það er fyrir sunnan). Flugfélög, meira að segja erlend, hafa svo líka eitthvað upp úr krafsinu vegna þess að fólk kemur stundum alla leið frá útlöndum á íslensku ættarmótin. Og svo eru teknir margir kílómetrar af filmum á ljós- og kvikmyndavélar, þannig að framköllunarstofur alls staðar á landinu hafa nóg að gera yfir sumarið við að koma minningunum í geymsluhæft form.
Landinn hlýtur að ferðast meira innanlands eftir að ættarmótið var fundið upp en áður og ferðalögin og þátttaka í þessum samkomum kostar sitt. Mér sýnist hálf þjóðin jafnvel vera á þeytingi allt sumarið á leið á ættarmót. Peningar í umferð aukast því eflaust umtalsvert vegna þessa. Hagfræðingar kætast því þeir ættu að geta hamast við að reikna út áhrif á hagstærðirnar; verga þjóðarframleiðslu, vísitölu samgangna og sálfræðivísitölu kjarnafjölskyldunnar.
Bílaverkstæði fá sneið af kökunni, því óhöpp verða því miður alltaf einhver, þeir sem selja ferða-þetta og ferð-hitt hljóta líka að maka krókinn: ferðageislaspilarar, ferðastraujárn og ferðahárblásarar eru auðvitað ómissandi, jafnvel ferðaklósett. Og svo spila stundum hljómsveitir á mótunum. Fyrirbærið er því líka atvinnuskapandi fyrir tónlistarmenn. Nei, ekkert hefur aukið veltu í íslensku þjóðfélagi meira hin síðari ár. Ætli geti kannski verið að góðærið sé honum að þakka, manninum sem fann upp ættarmótið?
Svo þegar sumarið er liðið og fólk er orðið leitt á því að metast um það hver er brúnastur eftir sólarlandaferðina eða hver á flottari og dýrari jeppa og áður en farið er að metast um vélsleðana eða vetrarbúnað jeppanna, hver á stærri dekk, sterkara spil eða flottari hátalara í bílnum er upplagt að bera saman hversu glæsilegt ættarmótið var eða á hversu mörg slík fólk komst þetta sumarið. Ég stend nefnilega vel að vígi þar á hausti komanda; get státað af þremur þegar þar að kemur, ef guð lofar.
Á umræddum mótum spretta jafnvel upp alls kyns frændar og frænkur, sem enginn hafði hugmynd um. Ættarböndin eflast og jafnvel lengjast, sem sagt. Sálfræðingar ættu því líka að geta gert sér mat úr þessu; það hlýtur að vera rannsóknarefni hversu mikils virði það er lítilli, einangraðri þjóð úti í hafi að kynnast sögu forfeðranna á þennan hátt; að hitta fjöldann allan af ættingjum í fögru umhverfi, líklegast á þeim slóðum þar sem forfeðurnir lifðu; þjóðin hlýtur að sækja gríðarlega mikilvægan innblástur í þess háttar samkomur. Nýr og áður óþekktur sprengikraftur gæti læðst úr læðingi þegar gamla sveitin er skoðuð. Ég er illa svikinn ef nostalgían heltekur ekki fólk þegar það kemur á fornar slóðir, slóðir forfeðranna, andar að sér loftinu sem þeir önduðu að sér, nýtur útsýnisins sem þeir nutu og hlustar jafnvel á árniðinn sem var þarna í gamla daga, en forfeðurnir voru eflaust löngu hættir að taka eftir.
Og ekki má gleyma þeim menningarverðmætum sem varðveitast vegna ættarmótanna. Söngvar og kvæði og sögur sannar og lognar sem ef til vill hefðu annars glatast.
Mér var einhvern tíma sagt að fólk í Ameríku væri lítið fyrir ættarmót. Það þekkti ættina sína nefnilega svo illa. Varla afa og ömmu. Hvað þá langafa og langömmu. En hér hefur ættarmótafárið orðið til þess, segja mér fróðir menn, að unga kynslóðin er komin á kaf í ættfræði. Sýnir henni mikinn áhuga og einmitt nú sem aldrei fyrr. Og þar með ætti enn ein stéttin að blómstra, ættfræðingarnir, þökk sé manninum sem fann upp ættarmótið.
Þjóðin þarf að sameinast í leit sinni að manninum. Jafnvel að reisa af honum styttur, hér og þar um landið, á vinsælum ferðamannastöðum.
Íslendingar framleiða besta lambakjöt í heimi, eins og allir vita, þótt strembið hafi verið að fá að flytja það út. Fegurðin hefur stundum verið flutt út, íslenski hesturinn og íslenskt hugvit í ríkum mæli hin síðari ár. Það er varla spurning um það hvort, heldur hvenær, okkur tekst að smita útlendinga af ættarmóta-bakteríunni. Ég hef velt því fyrir mér að sækja um einkarétt á Ættarmótinu og selja svo leyfi til notkunar úr landi. Það er auðvelt að hagnast á því með sölu yfir Netið. Heildstæð lausn á ættarmótahaldi til sölu. Sendið fyrirspurnir til aett@rmot.is.
Ég vona að ættarmótið sé ekki útlendur siður. Þá gæti orðið erfitt að hafa uppi á manninum sem fann það upp. Og erfitt fyrir mig að græða á sölunni.
Viðhorf úr Morgunblaðinu - Atvinna og ættarmót - sunnudag 29. júní 1999
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2006 | 12:33
Eitt stykki menningarhús
Byrjað verður að moka fyrir menningarhúsi á Akureyri í dag kl. 17 og er ástæða til þess að hvetja bæjarbúa að þiggja boð um að vera viðstaddir.
Þegar þar að kemur sendir Ístak kannski frá sér reikning, í stíl við það sem afi gerði þegar Slippstöðin byggði flugturninn á Akureyri. Hann yrði þá svona; An: eitt stykki menningarhús, kr. 740 milljónir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2006 | 00:12
y n d i s l e g t
Það er einhvers konar friðar- og sælutilfinning sem hríslast um mig í sófanum hér í Borgarhlíð höfuðstaðar Norðurlands, við það að horfa og hlýða á Sigur Rós í beinni frá Klambratúni í RÚV-inu. Hvernig er eiginlega hægt að búa til svona fallega músík?
Árum saman smíða erlendir starfsbræður strákanna tónlist sem mér finnst öll hafa heyrst áður, en svo verður þessi dásemd til hér heima. Hallgrímskirkja í bakgrunni minnti óneitanlega á Hraundranga í Öxnadal á föstudaginn, en ég er ekki frá því að norðlenska sviðsmyndin hafa verið fallegri. Er reyndar alveg viss!
Ég er illa svikinn ef einhver nennir að slást í höfuðborginni í nótt, að minnsta kosti enginn sem staddur er við Kjarvalsstaði í augnablikinu. Þarna er kannski fundin íslensk friðargæslusveit? Friðargæsluhljómsveit! Sendum Sigur Rós suður að botni Miðjarðarhafs og eftir tvö, þrjú lög dettur ekki nokkrum manni í hug að sprengja frekar. Pottþétt.
Góða nótt!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2006 | 13:13
Sigur Rós að Hálsi
Uppskrift að frábæru kvöldi: Eitt stykki Háls í Öxnadal, góð fiskisúpa hjá listakokknum Rúnari Marvins (sem leyndist í eldhúsi Halastjörnunnar), lífrænt ræktað hvítvín - má taka svona til orða? - gott veður en samt lopapeysa, og tónleikar með Sigur Rós. Svona var þetta á föstudagskvöldið. Ógleymanlegt. Rósin verður aftur á ferðinni á Klambratúni í kvöld og ástæða til þess að öfunda þá sem þar verða staddir. Svo skilst mér að þessi einstaka hljómsveit ætli að spila í Ásbyrgi um næstu helgi. Hafi leikmyndin verið falleg að Hálsi í fyrrakvöld, Hraundrangi tignarlegur í baksýn og sólroðin ský framan af, verður umgjörðin væntanlega fullkomin í Ásbyrgi. Ég þangað.
Hér fylgir slatti af myndum sem ég tók á föstudaginn; smá myndasaga sem hefst síðdegis þegar ég og mínir mættum á svæðið (mjööög snemma vegna þess að mig, fararstjórann, misminnti hvenær herlegheitin hæfust) - skoðuðum útibúið frá Gunnu og þeim í Frúnni í Hamborg, smökkuðum á lífrænu grænmeti, fengum okkur að borða og svo framvegis ... allt þar til tónleikunum lauk, einhvern tíma seint.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2006 | 13:06
Hjólreiðar og spretthlaup
Hvað eiga þessar keppnisgreinar sameiginlegt? Mér dettur í hug að í báðum tilfellum verður sá, sem vill vera bestur, að leggja á sig gríðarlegt erfiði við æfingar...
Dæmi um slíka menn eru Bandaríkjamennirnir Floyd Landis, sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum á dögunum og Justin Gatlin, heims- og ólympíumeistari í 100 m hlaupi og heimsmethafi í greininni ásamt Asafa Powell frá Jamaíka.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)