21.7.2006 | 20:20
Zidane
Hrikalegt áfall fyrir Zidane - að fá þriggja leikja bann hjá FIFA. Að vísu búinn að leggja skóna á hilluna, þannig að bannið hefur ekki áhrif fyrr en í næsta lífi.
Zidane skoraði tvisvar með skalla í úrslitaleik HM 1998 og segja má að hann hafi átt frægasta skalla HM í ár. Samt er hann miklu frægari fyrir fótafimi en vera góður skallamaður.
Flottur! Auðvitað mátti hann ekki bregðast svona við. En samt, flottur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2006 | 20:16
Rykið dustað af lyklaborðinu
Jæja! Nú er orðið tímabært að dusta rykið af lyklaborðinu eftir leti undanfarinna vikna á meðan ég skaust með fjölskyldunni í hlýindin í Svíþjóð og Danmörku. Við skemmtum okkur konunglega í hinum ýmsu skemmtigörðum, en mér fannst satt að segja býsna gott að koma heim í íslenska blíðviðrið! 10 stig á celsius eru fín, sérsaklega að næturlagi ef manni dettur í hug að reyna að sofa.
Það getur vel verið að ég setji einhverjar myndir úr ferðinni inn á bloggið. Sjáum til. Ég er að fara í gegnum fælinn, ég tók víst dálítið margar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2006 | 13:21
AUKAÚTGÁFA - Til hamingju Eiður, og Ísland !
Fjölmiðill þessi svíkur strax loforðið frá því í gær að þegja í einhvern tíma. Ástæðan er einföld:
Frábærar fréttir að Eiður Smári sé á leið til Barcelona. Ef hægt var að fara uppá við frá Chelsea hlýtur það að vera til Evrópumeistaranna!
Áhugamenn um knattspyrnu eiga sér gjarnan uppáhaldslið í hverju landi og svo vel vill til að ég hef lengi dáðst að og haldið með Barcelona. Bæði leikur liðið ætíð skemmtilega knattspyrnu og svo er borgin einn yndislegasti staður sem ég hef komið til.
Ronaldinho, Eto'o, Eiður Smári, Deco . . . Býður einhver betur?
JÆJA, ÞÁ FER BLOGGSÍÐAN AFTUR Í FRÍ VEGNA LETI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2006 | 21:55
Hlé
Nú verður gert hlé á útgáfu þessa miðils um óákveðinn tíma.
Ástæður eru tímaskortur eigandans og leti.
Fréttatilkynning verður ekki send út þegar skriftir hefjast á ný.
Bless á meðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 17:16
Út um gluggann
Hvers konar djöfuls hyski er það sem hendir tómri gosflösku úr gleri út úr kyrrstöðum bíl á rauðu ljósi? Bara sisona, og flaskan rúllar eftir malbikinu, undir bílinn og áfram yfir á næstu akreinar.
Ég vona að unga fólkið sem beið í litlum, gráum fólksbíl á Glerárgötu áðan, og beygði svo til vinstri upp með Glerá, lesi þennan pistil. Ég var sem sagt karlinn sem flautaði á þau og baðaði út höndunum.
Getur verið að bílnúmerið hafi verið MR-243? Held það en fullyrði þó ekki.
Alveg er óþolandi að horfa upp á þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2006 | 23:48
Carradona
Þið fyrirgefið yfirgengilegan áhuga minn á Liverpool og öllu tengdu félaginu.
Ég sé á forsíðu The Guardian á morgun tilvísun í umfjöllun þess efnis að Jamie Carragher verði í byrjunarliði Englandsa á HM. Kemur það einhverjum á óvart?
Ekki mér. Ekki að það skipti neinu máli, það er bara svo gaman að geta skrifað eitthvert svona rugl út í svartholið . . .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2006 | 12:34
Mikið að gera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2006 | 19:20
Gott mál
Þessum orðum er stolið af fréttavef Morgunblaðsins, www.mbl.is:
Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar ekki að selja Luis Garcia í sumar. Liverpool seldi Fernando Morientes til Valencia í gær og spænskir fjölmiðlar hafa sagt að Benítez vilji losa sig við Luis Garcia, en Garcia spilar með Spánverjum á HM í Þýskalandi í sumar.
Ég er mjög ánægður með hvernig Luis Garcia hefur staðið sig hjá okkur og ég veit að hann er ánægður hjá Liverpool. Garcia er mikilvægur leikmaður hjá Liverpool og ég ætla honum stórt hlutverk hjá Liverpool á næstu leiktíð. Á síðustu tveimur tímabilum hefur Garcia skorað mörg mikilvæg mörk fyrir okkur, sagði Rafael Benítez.
- - - - - -
Við þetta er engu að bæta nema að þetta eru afar ánægjuleg tíðindi fyrir okkur Púlara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2006 | 09:19
Eiður og Barcelona
Svo virðist sem kollegar mínir á El Mundo Deportivo, því gamalgróna íþróttadagblaði í Barcelona, séu bjartsýnir á að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Evrópumeistaranna. Þetta er forsíða blaðsins í dag.
Það yrði auðvitað dásamleg niðurstaða ef landsliðsfyrirliðinn gengi til liðs við þetta frábæra félag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2006 | 23:06
Yfirlit
Jæja, loksins gefst tími til að blogga aðeins.
Má ég nefna eitt og annað sem hefur verið í fréttum?
1. Eiður Smári - líklega ekki gaman í sjálfu sér að fara frá Chelsea, og þó; tveir Englandsmeistaratitlar í húsi og séns á einum góðu samningi í viðbót. Frábært ef Barcelona klófesti strákinn. Helst vildi ég auðvitað að hann kæmist á launaskrá hjá Liverpool, - en Barcelona er frábær kostur! Evrópumeistararnir! Sjáið fyrir ykkur Ronaldhinho og Eið saman.
2. Sinubruni - Það hljómar eins og frábær brandari að kviknað hafi í sinu á Suðurlandi í dag. Hér fyrir norðan myndi ekki kvikna í sinu þó Krafla færi að gjósa - hér er allt á kafi í snjó! Norðan stórhríð og heldur nöturlegt.
3. Kosningarnar. Ég hef verið stimplaður stuðningsmaður allra hugsanlega framboða, aðallega þó eins flokks, í gegnum tíðina - en er ekki, hef aldrei og verð aldrei tengdur neinu stjórnmálaafli. Allir vilja vera góðir við alla og það er mjög eðlilegt. Kjósið bara það sem hjartað býður. Gleðilegar kosningahátíðir!
Man ekki eftir meiru í bili, enda orðinn syfjaður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)