Færsluflokkur: Bloggar
13.4.2006 | 18:00
Húsið á sléttunni
Munur að vera með DR1 í kassanum.
Konan var að fikta í fjarstýringunni og heyrist þá ekki allt í einu kunnuglegt stef og sjáum við þá ekki kunnuglegan herra Ingalls og kunnuglega Láru Ingalls - á að giska 6 ára. Det lille hus på prærien hjá danska ríkinu.
Lífið var erfitt á sléttunni. En það var voða kósí þegar þau lágu i hjónarúminu og borðuðu popp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 16:41
Hrunadansinn
Hollt væri það þjóðinni allri að lesa miðopnu Morgunblaðsins í gær þar sem birtur er nýr ljóðabálkur, Hrunadansinn, eftir Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóra okkar á Mogganum.
Þar segir M meðal annars:
Hvort breiðir út faðminn mót Fróni sú mammonsgóða
framtíð sem nú er hvarvetna að allra dómi
efst á baugi í baráttu smæstu þjóða
við basl og örbirgð,
virðing okkar og sómi
er vandasöm fylgd við fjármagn og ofsagróða
þegar fegurð asksins er líkust deyjandi hjómi
og níðhöggs tennur nærast þar við rót
sem nýöld mammons fremur sín heiðnu blót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 13:30
Vaxtarrækt og fitness
Siggi Gests heldur Íslandsmót í vaxtarrækt og í fitness um páskana og sjálfsagt að koma því á framfæri hér í einkafjölmiðli mínum. Vissi ekki af því í gær og gat þessa því ekki í Mogganum í dag.
Á morgun, föstudaginn langa, hefst forkeppni í vaxtarræktinni og nýrri grein sem kölluð er módelfitness (og þátttakendur bara konur), kl. 16 og úrslit kl. 20. Hvort tveggja í Sjallanum.
Á laugardaginn er svo Íslandsmótið í fitness í Höllinni. Forkeppni hefst klukkan 11.30 og úrslit kl. 18.00.
Reikna má með miklu fjöri og harðri keppni á öllum vígstöðvum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2006 | 23:24
Næsta hús við þriggja hillu sjoppuna
Jæja, þá er Mogginn á Akureyri fluttur úr Kaupvangsstræti 1 - úr fjölmiðlahúsinu, eins og það var einu sinni kallað þegar DV var þar líka með skrifstofu. RÚV var þar þá og er enn.
Við Moggamenn erum nú fluttir í húsnæði Hölds við Tryggvabraut. Í húsinu fyrir neðan er Litla kaffistofan þar sem Kennedyarnir ráku einu sinnu sjoppu og elsta dóttir mín kallaði þriggja hillu sjoppuna.
Í þessum helga stað var nefnilega "laugardagsnammi" í þremur hillum og þótti flottasta sjoppa landsins.
Bloggar | Breytt 13.4.2006 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2006 | 09:25
Ætlarðu út að aka?
Ef þú ert á leið til Riga, Vilnius, Tallinn eða Kaunas, og ætlar út að aka, geturðu leigt bíl á 25 evrur á dag, 2200 krónur. Skattar og ótakmarkaður akstur innifalinn. Ég henti óvart póstinum en tilboð um þetta, sem ég fékk sent í fjölpósti í morgun, er frá einhverri leigu sem hefur aðsetur á flugvöllum allra þessara borga.
Ég veit svo sem ekkert hvort þetta er gott tilbúið en gera ráð fyrir því að ekki sé verið að bjóða "Big Spring Rental Offer" nema eitthvað sé í það varið.
Tilboðið gildir til 31. maí.
Góða ferð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 23:13
Er verið að gera gys að okkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 22:06
Ekki ég heldur
Villepin forsætisráðherra Frakklands fullyrti í dag að hann hefði engan áhuga á að verða forseti landsins.
Bara svo það fari ekkert á milli mála þá hef ég heldur ekki áhuga á djobbinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 20:58
Mjög gott og mjög slæmt
Breskt sjónvarpsefni er örugglega það besta í heimi; allt leikna efnið, hvort sem eru bíómyndir eða framhaldsþættir og svo heimildarmyndir og þar fram eftir götunum. Svo eiga Bretar og reka bestu útvarpsstöð í heimi.
Þess vegna finnst mér ótrúlegt hve margar breskar sjónvarpsauglýsingar eru hræðilega vondar, a.m.k. þær sem sýndar eru aftur og aftur á fréttastöðinni Sky. Hefur einhver velt þessu fyrir sér? Mér finnst undarlega margar eins og búnar til fyrir algjöra bjána.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 20:53
Ferðasaga - No balls
Verðandi sjöttubekkingar í MA fóru til Krítar síðsumars 1981. Okkur fannst fátt um innfætt kvenfólk á ferli í grennd við hótelið (sem var úti í auðninni, þannig að þetta átti sér eðlilegar skýringar - en sagan væri ónýt öðru vísi en hafa þetta svona) og eftir nokkra daga kom skýringin í ljós. Eða svo fannst í það minnsta tveimur ungum drengjum úr norðurhöfum.
Okkur Ormarri datt í hug að fara í borðtennis og spurðum gaurinn í lobbíinu hvort hann gæti lánað okkur kúlu.
Og hann svaraði: "I'm sorry. We don't have any balls..."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2006 | 21:45
Staðreyndirnar tala sínu máli . . .
Smá upplýsingar, bara svo þetta sé á hreinu.
Núið skiptir auðvitað mestu máli í íþróttakeppni en það er ekki verra að hafa unnið marga titla á árum áður líka. Og fimmti Evrópumeistaratitillinn vannst vorið 2005, ekki gleyma því. Þá var gaman í Istanbul.
Og nú er verið að telja í aftur; einn, tveir, þrír, fjór ... Rafa og strákarnir bæta væntanlega í bikarasafnið áður en langt um líður.
The Liverpool FC Trophy Cabinet | |||
League Champions | European Cup | FA Cup | League Cup |
Liverpool 18 | Real Madrid 9 | Man-United 11 | Liverpool 7 |
Man-United 15 | AC Milan 6 | Arsenal 9 | Aston Villa 5 |
Arsenal 13 | Liverpool 5 | Spurs 8 | Notts Forest 4 |
Everton 9 | Ajax 4 | Aston Villa 7 | Leicester 3 |
Aston Villa 7 | Bayern Munich 4 | Liverpool 6 | Spurs 3 |
Newcastle 6 | Chelsea 3 | ||
Blackburn 6 |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)