Færsluflokkur: Dægurmál
17.10.2006 | 21:23
DC
Washington DC - dísí, eins og þeir segja þar - er skemmtileg borg og vinaleg. Ég var þar í síðustu viku og væri meira en til í að sækja hana aftur heim. Þar virðist allt reyndar dálítið dýrara en t.d. í New York, sem virðist eðli borga þar sem margskonar stjórnsýsla er vistuð. Í DC er auðvitað Hvíta húsið, ráðuneytin öll, þingið og alls kyns aðrar opinberar stofnanir, fyrir utan öll erlendu sendiráðin.
Góður staður Washington, og stutt að fara inn í borgina frá Baltimore flugvelli þangað sem Icelandair flýgur. Völlurinn er reyndar kenndur við báðar borgar, Washington og Baltimore og frá vellinum og niður í miðbæ höfuðstaðarins er ekki nema álíka langt og frá Keflavík til Reykjavíkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 22:24
Sammála Pétri
Hárrétt ábending hjá Pétri Gunnarssyni á blogginu í dag - http://www.petrum.blogspot.com/ - og ég velti því fyrir mér hvort háeffun RÚV breyti einhverju eða hvort Palli og hans fólk verði skyldað til þess að bjóða upp á innihaldsríkar ræður eldhússdagsins áfram? Hefur áhorf á eldhússdaginn einhvern tíma verið mælt?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2006 | 21:43
GVS
Gaui fyrrverandi nágranni minn af Nesinu stóð sig þokkalega.... Gerði sextán mörk á móti Fram. Til hamingju með sigurinn, venur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 21:15
Jæja...
Bloggblýanturinn minn brotnaði í vikunni - svo ég segi bara alveg eins og er þá hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ekki hefur verið tími til að blogga.
Nú verður rykið loks dustað af lyklaborðinu...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2006 | 16:43
Spennandi, en ekki gaman
Dægurmál | Breytt 29.9.2006 kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2006 | 22:22
Vill einhver hlæja?
Ungur bókasafnsfræðingur var í morgun handtekinn á þjóðdeild Landsbókasafns þar sem hann lá afvelta, illa haldinn af blek- og papýruseitrun eftir að hafa innbyrt órynni bóka, skjala og pappírshandrita.
Meðal þess sem maðurinn lagði sér til munns voru frumútgáfur verka Halldórs Laxness, Gunnars Gunnarssonar og Eðvarðs Ingólfssonar og er talið með ólíkindum hvað maðurinn náði að innbyrða áður en hann gafst upp.
- - - - -
Þessar setningar eru stolnar en þó ekki í vondum tilgangi. Aðeins til þess að benda á snilldina sem finna má á heimasíðua þeirra Baggalúta. Vessgú: http://www.baggalutur.is/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2006 | 18:29
Ómar
Ég man ekki til þess að hattur sé til í mínum fórum en ég tek hatt minn samt ofan fyrir Ómari Ragnarssyni. Kaupi slíka flík, ef einhver krefst þess, frekar en taka engan hatt ofan.
Ómar er ótrúlegur maður, það þarf að passa upp á og hlú að svona mönnum. Ég veit alveg hvaða orð eiga eftir að heyrast frá þeim sem eru ósammála Ómari - hagvöxtur, uppbygging, lífskjör... Eitthvað fleira? Man það ekki í augnablikinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2006 | 14:18
Ómar á NFS
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2006 | 16:45
Þarfasti þjónninn
Þessa frétt af Fréttavef Morgunblaðsins þarf ekki að segja mér tvisvar:
"Í skýrslu sem verkfræðistofan Hönnun vann fyrir Reykjavíkurborg kemur skýrt í ljós að gríðarleg bifreiðaeign einkennir höfuðborgarsvæðið í samanburði við aðrar borgir í Evrópu. Ekki er búist við að þetta breytist heldur er því spáð að bílaumferðin aukist um þriðjung á næstu 20 árum. Á hádegisfundi Samgönguviku um borgarbrag og samgöngur sagðist Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur ekki telja ólíklegt að bílaeign og notkun bíla sé komin út í öfgar á höfuðborgarsvæðinu."
Ég bjó á borgarhorninu í 20 ár, flutti burt fyrir rúmum fjórum en bregður satt að segja í brún í hvert skipti sem ég kem orðið í borgina. Umferðin er orðin svo hrikaleg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 16:08
Boonyaratglin og Adulyadej
Maður þakkar stundum sínum sæla fyrir að vinna ekki í útvarpi eða sjónvarpi.
Nú er í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum fjallað um taílenskan hershöfðingja sem heitir Sonthi Boonyaratglin og konung Taílands, Bhumibol Adulyadej.
Já, það er stundum gott að ýta bara á takkana á tölvunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)