Færsluflokkur: Dægurmál
3.5.2006 | 22:14
Einhver á leið til Cardiff?
Ég kannaði verð á miðum á úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni, viðureign Liverpool og West Ham.
Og svo hættum við félagarnir við að fara.
Sé miðaverðið sett í samhengi við eitthvað annað er það kannski ekki ýkja hátt, og þó. Fyrir andvirði eins miða inn á völlinn gæti ég keypt um það bil 19 bjórkassa, 456 stórar dósir.
Miðinn kostaði sem sagt 700 pund, um það bil 95 þúsund krónur, á svörtum markaði hjá náunga sem er í þeim bransa þarna úti.
Með því að kaupa allan bjórinn, tveir saman, og spara þannig annan miðann og flug, lestarferð og gistingu, kæmi maður út í gríðarlegum hagnaði. Eða er það ekki?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2006 | 22:04
Hvers vegna?
Röndótt í fyrra, einlitt í ár, köflótt á næsta ári.
Röndótt í gær, einlitt í dag, köflótt á morgun.
Hvers vegna ætti ég að láta einhverja blesa úti í heimi segja mér hverju er flottast að klæðast?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2006 | 21:57
Til hvers?
Það skal viðurkennt að ég er lélegur raunveruleikasjónvarpsþáttaáhorfandi.
En má ég spyrja: fyrir hverja er þáttur eins og sá sem er á Skjá 1 núna, um næsta ameríska topp módelið? Eða tískuhönnunarþátturinn svipaðrar tegundar? Og hann er, nota bene, á sjálfu ríkissjónvarpinu.
Fyrir hvern eða hverja?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2006 | 21:54
01.02.03. 04.05.06.
Þetta er dálítið flott runa, maður þyrfti eiginlega að vaka klukkan þrjár sekúndur yfir tvær mínútur yfir eitt í nótt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2006 | 23:58
Hundalíf
Svo mælti ung stúlka, sem hefur miklar mætur á hundum, í mín eyru á dögunum:
"Ég vildi ekki vera dýr. Ekki einu sinni hundur.
Í Japan borða menn hunda."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2006 | 19:16
Til hamingju með daginn!
Mér, og öðrum heimsins verkalýð, færi ég hamingjuóskir og baráttukveðjur í tilefni dagsins.
Sömu laun fyrir sömu vinnu!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2006 | 21:52
Z verkfall
Ég neita að skrifa setu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2006 | 09:05
Örljóð - V
(um það sem Riquelme hugsaði kannski eftir að Þjóðverjinn varði vítið frá honum)
Lem'ann
Lehmann
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2006 | 09:20
Örljóð - IV
(um Eið Smára Guðjohnsen)
Hann
kann
Dægurmál | Breytt 26.4.2006 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)