Færsluflokkur: Dægurmál
13.4.2006 | 20:14
5%
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2006 | 19:59
Ský yfir 603?
Ég nenni ekki út að gá en liggi hvítlauksský yfir 603 er það mér að kenna.
Ástæðan: metsölubókin Brauðréttir Hagkaupa, bls. 142
Kvartanir sendist Hæstarétti, þakkir sendist mér.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 19:56
Lostæti
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 18:04
Beckett
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 18:00
Húsið á sléttunni
Munur að vera með DR1 í kassanum.
Konan var að fikta í fjarstýringunni og heyrist þá ekki allt í einu kunnuglegt stef og sjáum við þá ekki kunnuglegan herra Ingalls og kunnuglega Láru Ingalls - á að giska 6 ára. Det lille hus på prærien hjá danska ríkinu.
Lífið var erfitt á sléttunni. En það var voða kósí þegar þau lágu i hjónarúminu og borðuðu popp.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 16:41
Hrunadansinn
Hollt væri það þjóðinni allri að lesa miðopnu Morgunblaðsins í gær þar sem birtur er nýr ljóðabálkur, Hrunadansinn, eftir Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóra okkar á Mogganum.
Þar segir M meðal annars:
Hvort breiðir út faðminn mót Fróni sú mammonsgóða
framtíð sem nú er hvarvetna að allra dómi
efst á baugi í baráttu smæstu þjóða
við basl og örbirgð,
virðing okkar og sómi
er vandasöm fylgd við fjármagn og ofsagróða
þegar fegurð asksins er líkust deyjandi hjómi
og níðhöggs tennur nærast þar við rót
sem nýöld mammons fremur sín heiðnu blót.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2006 | 23:24
Næsta hús við þriggja hillu sjoppuna
Jæja, þá er Mogginn á Akureyri fluttur úr Kaupvangsstræti 1 - úr fjölmiðlahúsinu, eins og það var einu sinni kallað þegar DV var þar líka með skrifstofu. RÚV var þar þá og er enn.
Við Moggamenn erum nú fluttir í húsnæði Hölds við Tryggvabraut. Í húsinu fyrir neðan er Litla kaffistofan þar sem Kennedyarnir ráku einu sinnu sjoppu og elsta dóttir mín kallaði þriggja hillu sjoppuna.
Í þessum helga stað var nefnilega "laugardagsnammi" í þremur hillum og þótti flottasta sjoppa landsins.
Dægurmál | Breytt 13.4.2006 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 20:58
Mjög gott og mjög slæmt
Breskt sjónvarpsefni er örugglega það besta í heimi; allt leikna efnið, hvort sem eru bíómyndir eða framhaldsþættir og svo heimildarmyndir og þar fram eftir götunum. Svo eiga Bretar og reka bestu útvarpsstöð í heimi.
Þess vegna finnst mér ótrúlegt hve margar breskar sjónvarpsauglýsingar eru hræðilega vondar, a.m.k. þær sem sýndar eru aftur og aftur á fréttastöðinni Sky. Hefur einhver velt þessu fyrir sér? Mér finnst undarlega margar eins og búnar til fyrir algjöra bjána.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2006 | 23:10
Hann á afmæli í dag!
Ég sé í Fréttablaðinu að Guðjón Davíð Karlsson leikari á 26 ára afmæli í dag. Þetta er hann á myndinni, í hlutverki brúðgumans í Fullkomnu brúðkaupi sem LA sýndi við dæmalausar vinsældar í vetur. Ég sé að Geir Hilmar Haarde á líka afmæli í dag, er 55 ára. Yngsta kynslóðin heldur stundum að Geir leiki Örn Árnason í Spaugstofunni en við hin eldri vitum að hann er formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra lýðveldisins. Ég á enga ámóta mynd af honum og Góa og sýni Geir því í hefðbundnara ljósi; meðfylgjandi mynd af honum tók ég í gær á flokksráðs-, formanna- og frambjóðendafundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var á Akureyri. Til að sjá þá mynd þarf að ýta á fyrirsögnina - "Hann á afmæli í dag!" - efst í pistlinum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2006 | 21:55
Eyja-Björk
"Bikarinn til Eyja!" sungu stuðningsmenn Fjölbrautarskólans í Vestmannaeyjum rétt í þessu í beinni útsendingu RÚV frá Söngkeppni framhaldsskólanna. Svei mér ef það verður ekki niðurstaðan. Ég er ekki frá því að Eyjastelpan sé best. Dálítið Bjarkarlegt lag, það skemmir varla fyrir.
Gréta Mjöll var líka flott.
Það eru að vísu ekki allir búnir. Við spyrjum að leikslokum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)