Færsluflokkur: Dægurmál
4.8.2006 | 10:36
Veðurfrétt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 12:58
Útilega
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2006 | 10:36
Viðrar vel til loftárása
Þetta er fengið að láni, núna rétt áðan, af vef Veðurstofu Íslands.
Á föstudag: Sunnan- og suðaustan 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt og nokkuð bjart veður norðanlands. Hvessir heldur allra syðst um kvöldið. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2006 | 10:33
Tært loft en helgarblíða
Það var yndislegt að finna tært loft - kalt og gott - streyma inn um svefnherbergisgluggann í gærmorgun. Aldrei betra að vakna.
Ég er hræddur um að tæra loftið sé á förum frá Akureyri í bili því hér er spáð hlýindum um helgina. Þá verður bara að kæla sig niður einhvern veginn öðruvísi en með því að ganga út á stétt ...
Búast má við gríðarlegum fjölda gesta í höfuðstað Norðurlands um helgina, og ekki kæmi á óvart miðað við veðurspá og reynslu að þeir fyrstu komi strax í kvöld. Veri þeir velkomnir með góða skapið í góða veðrið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2006 | 12:33
Eitt stykki menningarhús
Byrjað verður að moka fyrir menningarhúsi á Akureyri í dag kl. 17 og er ástæða til þess að hvetja bæjarbúa að þiggja boð um að vera viðstaddir.
Þegar þar að kemur sendir Ístak kannski frá sér reikning, í stíl við það sem afi gerði þegar Slippstöðin byggði flugturninn á Akureyri. Hann yrði þá svona; An: eitt stykki menningarhús, kr. 740 milljónir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2006 | 13:13
Sigur Rós að Hálsi
Uppskrift að frábæru kvöldi: Eitt stykki Háls í Öxnadal, góð fiskisúpa hjá listakokknum Rúnari Marvins (sem leyndist í eldhúsi Halastjörnunnar), lífrænt ræktað hvítvín - má taka svona til orða? - gott veður en samt lopapeysa, og tónleikar með Sigur Rós. Svona var þetta á föstudagskvöldið. Ógleymanlegt. Rósin verður aftur á ferðinni á Klambratúni í kvöld og ástæða til þess að öfunda þá sem þar verða staddir. Svo skilst mér að þessi einstaka hljómsveit ætli að spila í Ásbyrgi um næstu helgi. Hafi leikmyndin verið falleg að Hálsi í fyrrakvöld, Hraundrangi tignarlegur í baksýn og sólroðin ský framan af, verður umgjörðin væntanlega fullkomin í Ásbyrgi. Ég þangað.
Hér fylgir slatti af myndum sem ég tók á föstudaginn; smá myndasaga sem hefst síðdegis þegar ég og mínir mættum á svæðið (mjööög snemma vegna þess að mig, fararstjórann, misminnti hvenær herlegheitin hæfust) - skoðuðum útibúið frá Gunnu og þeim í Frúnni í Hamborg, smökkuðum á lífrænu grænmeti, fengum okkur að borða og svo framvegis ... allt þar til tónleikunum lauk, einhvern tíma seint.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2006 | 08:52
Eiður og Sigur Rós
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2006 | 21:49
Alma og Mummi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2006 | 10:08
Hvaðan kemur þessi þoka?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2006 | 09:35
Frábær Djangodjass
Það var æðislegt á lokakvöldi Djangodjasshátíðarinnar - Grand finale - í Sjallanum á Akureyri síðasta laugardagskvöld. Þar voru saman komnir ýmsir innlendir og erlendir listamenn, gríðarlega góðir, og mér sýndist allir samkomugestir ganga brosandi út í norðlenska sumarið.
Auk þess að hlusta mundaði ég myndavélina þetta kvöld í Sjallamyrkrinu og birti hér tvær myndir að gamni, önnur er af sænska gítarleikaranum Andreas Öberg og hin af bandaríska fiðleikaranum Aaron Weinstein. - Nei, Öberg neitar að koma fram á bloggsíðu minni, eða tölvan samþykkir hann ekki! Öberg birtist því ekki að sinni, kannski síðar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)