Alma og Mummi

Alma og Mummi
Kötturinn Mummi er ansi notalegur náungi og dætrum mínum þótti ákaflega vænt um hann, þegar við dvöldum á sveitasetrinu Almgarden fyrir utan Lund á Skáni, hjá Guffu, Sigga og stelpunum um daginn. Hér eru þau Alma og Mummi í góða veðrinu. Nú eru allir komnir heim, við eftir fríið og Guffa og hennar hópur eftir árs dvöl þarna úti. Ekki þótti Lilju, Hebu Þórhildi og Sigríði Kristínu síður vænt um Mumma, enda hann kötturinn þeirra í heilt ár. Og mér fannst hann sniðugur, eða kannski skynsamur; þegar haldið var af stað heim til Íslands var Mummi hvergi sjáanlegur. Hefur án efa áttað sig á því hvað var í vændum og ekki viljað valda stúlkunum óþarfa kvölum. Lét sig því hverfa um stund og þær muna einungis góðu stundirnar núna, ekki grátstaf í kverkum á magnþrunginni kveðjustund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband