Færsluflokkur: Íþróttir
21.7.2006 | 20:20
Zidane
Hrikalegt áfall fyrir Zidane - að fá þriggja leikja bann hjá FIFA. Að vísu búinn að leggja skóna á hilluna, þannig að bannið hefur ekki áhrif fyrr en í næsta lífi.
Zidane skoraði tvisvar með skalla í úrslitaleik HM 1998 og segja má að hann hafi átt frægasta skalla HM í ár. Samt er hann miklu frægari fyrir fótafimi en vera góður skallamaður.
Flottur! Auðvitað mátti hann ekki bregðast svona við. En samt, flottur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2006 | 13:21
AUKAÚTGÁFA - Til hamingju Eiður, og Ísland !
Fjölmiðill þessi svíkur strax loforðið frá því í gær að þegja í einhvern tíma. Ástæðan er einföld:
Frábærar fréttir að Eiður Smári sé á leið til Barcelona. Ef hægt var að fara uppá við frá Chelsea hlýtur það að vera til Evrópumeistaranna!
Áhugamenn um knattspyrnu eiga sér gjarnan uppáhaldslið í hverju landi og svo vel vill til að ég hef lengi dáðst að og haldið með Barcelona. Bæði leikur liðið ætíð skemmtilega knattspyrnu og svo er borgin einn yndislegasti staður sem ég hef komið til.
Ronaldinho, Eto'o, Eiður Smári, Deco . . . Býður einhver betur?
JÆJA, ÞÁ FER BLOGGSÍÐAN AFTUR Í FRÍ VEGNA LETI
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2006 | 23:48
Carradona
Þið fyrirgefið yfirgengilegan áhuga minn á Liverpool og öllu tengdu félaginu.
Ég sé á forsíðu The Guardian á morgun tilvísun í umfjöllun þess efnis að Jamie Carragher verði í byrjunarliði Englandsa á HM. Kemur það einhverjum á óvart?
Ekki mér. Ekki að það skipti neinu máli, það er bara svo gaman að geta skrifað eitthvert svona rugl út í svartholið . . .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2006 | 19:20
Gott mál
Þessum orðum er stolið af fréttavef Morgunblaðsins, www.mbl.is:
Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar ekki að selja Luis Garcia í sumar. Liverpool seldi Fernando Morientes til Valencia í gær og spænskir fjölmiðlar hafa sagt að Benítez vilji losa sig við Luis Garcia, en Garcia spilar með Spánverjum á HM í Þýskalandi í sumar.
Ég er mjög ánægður með hvernig Luis Garcia hefur staðið sig hjá okkur og ég veit að hann er ánægður hjá Liverpool. Garcia er mikilvægur leikmaður hjá Liverpool og ég ætla honum stórt hlutverk hjá Liverpool á næstu leiktíð. Á síðustu tveimur tímabilum hefur Garcia skorað mörg mikilvæg mörk fyrir okkur, sagði Rafael Benítez.
- - - - - -
Við þetta er engu að bæta nema að þetta eru afar ánægjuleg tíðindi fyrir okkur Púlara.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2006 | 09:19
Eiður og Barcelona
Svo virðist sem kollegar mínir á El Mundo Deportivo, því gamalgróna íþróttadagblaði í Barcelona, séu bjartsýnir á að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Evrópumeistaranna. Þetta er forsíða blaðsins í dag.
Það yrði auðvitað dásamleg niðurstaða ef landsliðsfyrirliðinn gengi til liðs við þetta frábæra félag.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2006 | 16:02
Kuldi
Ég kemst ekki hjá því að vorkenna mínum mönnum, Þórsurum, og Stjörnumönnum sem eru um það bil að hefja leik í 1. deildinni í fótbolta á Akureyrarvelli.
Það er á svona dögum sem orðið "sumaríþrótt" öðlast nýja og óvenjulega merkingu. Nú er boðið upp á norðanátt og hræðilegan kulda í höfuðstað Norðurlands.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2006 | 16:45
Dudek og Reina
Cardiff og Istanbul eiga eitthvað sameiginlegt eftir allt saman !!
Og Dudek og Reina . . . Munið þið hvað Dudek varði frábærlega á lokasekúndunum frá Shevchenko í Istanbul í fyrra? Og nú var það Reina sem varði frábærlega á lokasekúndunum, blakaði boltanum í stöngina.
Til hamingju með daginn, Poolarar - en ég verð að segja að vorkenni samt West Ham mönnum. Þeir stóðu sig gríðarlega vel og mega vera stoltir af liði sínu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2006 | 16:09
Istanbul og Cardiff
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2006 | 15:56
You'll Never Walk Alone !!!
0:1
0:2
1:2
2:2
2:3
3:3
Er þetta ekki alveg ótrúlegt?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 18:17
FA II
Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í fótbolta, FA Cup, verður á morgun. Mínir menn í Liverpool mæta West Ham í Cardiff. Ég vona að Carradona leiki vel í vörninni að vanda.
Tveir stuðningsmanna Liverpool sem ég myndaði á úrslitaleiknum gegn Milan í Istanbul sl. vor voru skemmtilega merktir. Annar var númer 8 og merktur Genius - sem sagt, Gerrard. Treyja hins var merkt Carradona og það þarfnast ekki útskýringar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)