Færsluflokkur: Íþróttir
22.4.2006 | 23:08
Flott hjá fótboltastrákunum
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 21:39
Myndir úr fyrsta heimaleiknum
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 19:23
Skemmtilegur heimaleikur - en þó tap
Við Þórsarar lékum í dag fyrsta alvöru heimaleikinn á Íslandsmóti meistaraflokks í handbolta. Valsmenn komu í heimsókn í íþróttahús Síðuskóla og þeir unnu 32:30 en þrátt fyrir það var leikurinn dálítið skemmtilegur. Þó ekki væri nema fyrir það við spiluðum norðan við á, þ.e.a.s. Glerá, á alvöru heimavelli, og nærri var uppselt - örugglega í fyrsta skipti í sögu Þórs síðan Skemman var og hét fyrir um það bil 30 árum.
Addi Mall, Arnór Þór Gunnarsson, var markahæstur hjá Þór í dag eins og svo oft áður í vetur. Addi gerði 9 mörk, Atli Ingólfsson gerði 6 mörk af línunni, Gummi Trausta 5, Heiddi Aðalsteins og Aigars Lazdins 3 hvor, Sigurður B. Sigurðsson 2, og þeir Sindri Viðarsson og Oddur Grétarsson 1 hvor. Þetta var fyrsta mark Odds í meistaraflokki - hann hefur verið í hópnum í þremur síðustu leikjum en skoraði nú í fyrsta sinn; glæsilegt mark úr vinstra horninu.
Ótrúlegt en satt að ég, ungur maðurinn, skuli hafa verið með móður Odds í barnaskóla! Ekki eldri en ég er, held reyndar upp á 44 ára afmælið í dag en finnst ég vera 20. Í mesta lagi 25.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 18:30
Jess ! ! !
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 12:45
Síðasti heimaleikurinn og fyrsti HEIMALEIKURINN
Handboltalið Þórs tekur á móti Val í dag í DHL-deildinni í handbolta í íþróttahúsi Síðuskóla. Já, íþróttahúsi Síðuskóla. Flautað verður til leiks kl. 16.15 og eins gott að mæta tímanlega því leyfilegur fjöldi áhorfenda í salnum er mjög takmarkaður, eins og margfrægt er orðið. Þetta er síðasti heimaleikur Þórs í vetur en jafnframt fyrsti alvöru heimaleikur liðsins. Spilað verður í miðju Þórshverfinu í fyrsta skipti og því stutt að fara fyrir hina dyggu stuðningsmenn liðsins.
Ástæða þess að leikið er í Síðuskólanum í dag er sú að Íþróttahöllin við Skólastíg er upptekin. Þar fer fram lokahátíð Andrésar andar leikanna á skíðum og þess vegna var gripið til þess ráðs að velja húsið með besta gólfinu í bænum!
Þetta verður síðasti heimaleikur Axels Stefánssonar þjálfara með liðið. Hann hættir störfum í vor og heldur til Noregs í framhaldsnám, auk þess að þjálfa lið Elverum þar í landi. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að koma og kveðja Axel með tilþrifum.
Ég á ekki von á því að nokkur annar viðburður skyggi á leik okkar gegn Val í dag. Leikur Liverpool og Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta fer reyndar fram á sama tíma, en ótrúlegt þykir mér að nokkur taki hann fram yfir.
Í tilefni dagsins birti ég hér að gamni mínu nokkrar myndir sem ég hef tekið í leikjum Þórsliðsins í vetur. Til þess að sjá þær verður að ýta á fyrirsögn greinarinnar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 11:51
"Ég er ekki vanur að fara svona hægt"
Stjarna dagsins í gær var Karen Sigurbjörnsdóttir frá Akureyri, sem sigraði í stórsvigi í 12 ára flokki en daginn áður fagnaði hún sigri í svigi. Líkast til má segja að Karen sé að miklu leyti alin upp í Hlíðarfjalli, en móðurafi hennar, Ívar Sigmundsson, var lengi staðarhaldari á Skíðastöðum. Ívar er einn ólympíufara Íslands, keppti á leikunum 1968.
- - - - -
Þessi greinarstúfur birtist í Morgunblaðinu í dag og myndin með. Hún er reyndar fallegri svona, þegar skíðahótelið og Akureyrarbær eru ekki skorin af, eins og gert var í blaðinu.
Fleiri myndir - m.a. af Karen Sigurbjörnsdóttur á fullri ferð í stórsvigsbrautinni er að finna hér með. Þær sjást með því að smella á fyrirsögn greinarinnar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006 | 12:31
Wenger og Graham
Arsene Wenger er snillingur.
Stuðningsmenn Arsenal hljóta, þegar þeir hugsa til baka, að sjá eftir þeim mikla tíma sem fór til spillis - við það að horfa á liðið spila - á meðan George Graham var þjálfari.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 22:12
Sókn er besta vörnin
Eftir leik kvöldsins í Meistaradeildinni leyfi ég mér að ítreka þá von mína að Barcelona og Arsenal mætist í úrslitaleik keppninnar í París í vor. Þetta eru tvö skemmtilegustu liðin, sem bæði vilja alltaf spila skemmtilegan fótbolta.
Það yrði sigur fyrir knattspyrnuna ef þau mættust í úrslitaleiknum.
Kannski tap fyrir knattspyrnuna að annað liðið tapi í París en það verður að gerast. Þannig er nú bara sportið.
Ég sá mína menn í Liverpool vinna úrslitaleikinn í Istanbul í vor. Hvað kostar farmiði til Parísar?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 09:22
Eldingin Giuly
Frakkarnir á L'Equipe eru skiljanlega ánægðir með sinn mann, Giuly, sem gerði sigurmark Barcelona í Mílanó.
Giuly eins og elding, segir fyrirsögnin.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 09:03
Ánægð með sína menn
Íþróttadagblöðin í Barcelona eru að vonum ánægð með sína menn. Hér eru forsíðurnar blaðanna tveggja, El Mundo Deportivo og Sport.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)