Færsluflokkur: Íþróttir
18.4.2006 | 22:07
Amigos Para Siempre
Mér hefur þótt vænt um Barcelona síðan ég gisti borgina í nokkrar vikur sumarið 1992 vegna Ólympíuleikanna.
Borgin er dásamlegur staður.
Amigos Para Siempre, var þá sungið: Vinir að eilífu. Enda erum við, ég og borgin, vinir að eilífu.
Þarna við Miðjarðarhafið svitnaði ég meira en nokkru sinni áður í keppni; tók þó ekki þátt í hefðbundnum greinum heldur linsuburði fyrir Raxa og ritræpu, bæði innanhúss og utan, lesendum Morgunblaðsins til ómældrar gleði...
Þótt ekki væri nema vegna þessara dýrðardaga í borginni hefði ég ekki á móti því að hið fræga knattspyrnulið borgarinnar komist í úrslit Meistaradeildarinnar (og vinni helst úrslitaleikinn í París, þó svo Orri Páll og Rúnar megi ekki sjá þetta sem er innan svigans).
Hvað kostar flugmiði til Parísar?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2006 | 20:01
Ronaldinho !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Sáuð þið sendinguna?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2006 | 17:31
"I just do it, you know?"
Týndi sonurinn, Robbie Fowler, kom aftur til Liverpool í janúar eftir nokkur ár í röðum annarra félaga og hefur staðið sig vel. Hann gerði flott mark í dag, stjórinn Benitez fékk þar með sigur (1:0) á Blackburn í 46 ára afmælisgjöf og Liverpool er öruggt með meistaradeildarsæti næsta vetur.
Góður dagur.
"I hate talking about football. I just do it, you know?" sagði Fowler einhvern tíma. Þannig var þetta í dag; hann skoraði "bara" eftir glæsilegan undirbúning. Markið var umdeilt og ég skil gremju Blackburnara en það var að öllum líkindum löglegt skv. reglunum. Þeim þyrfti hins vegar að breyta. Djibril Cissé var greinilega í rangstöðu þegar Fowler lék boltanum í átt að honum en Frakkinn snerti ekki boltann, Morientes kom hins vegar aðvífandi og sendi laglega á Fowler aftur og hann skoraði.
Í gær voru liðin 17 ár frá harmleiknum á Hillsborough. Árleg minninarathöfn um þá sem létust fór fram á Anfield í gær, og sigur í dag var virðingarvottur við hina látnu. Og mikilvægur í baráttunni um eitt af toppsætunum í úrvalsdeildinni nú.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 22:19
Nesti og nýir skór . . .
Ég legg til að þeir, sem hafa tjáð sig um hugsanleg ferðalög - í framhaldi skrifa minn hér á veraldarvefnum - verði í sambandi við þann ljúfa dreng skapti@mbl.is - Við gætum haldið upp á afmælið mitt, 22. apríl, með þvi að horfa á Liverpool-Chelsa þann dag á Old Trafford í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
Ég held með Liverpool; það er ekkert leyndarmál. En líka með Eiði vitaskuld, þannig að ég get ekki tapað . . .
Hver vill koma með?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2006 | 21:35
Kenny D
Allt annað mál með Kenny D en kenny G.
Kenny D(alglish) er líklega einn allra besti fótboltamaður sögunnar. Og mjög sigursæll sem þjálfari.
Ég hitti hann fyrst 1979, síðan 1984 og svo reglulega í nokkur ár eftir það.
Liverpool kom og keppti afmælisleik gegn KR í Laugardalnum 1984. Daginn eftir fékk ég, blaðamaðurinn, að sitja í rútunni sem ók hetjunum til Keflavíkur.
Þá spurðu KD og Phil Neal, þáverandi fyrirliði, hvort ég hefði heyrt eitthvað um að félagið væri að kaupa danskan miðvallarleikmann frá Hollandi.
Sorry, ég vissi ekki neitt. En þeir höfðu greinilega einhverja vitneskju; skömmu síðar var tilkynnt um kaup Liverpool á Jan Mölby.
En við KD spjölluðum nokkrum sinnum saman eftir þetta, bæði í síma og undir fjögur augu. Fínn náungi KD, og einhvern veginn leit maður öðrum augum á alla þessa atvinnufótboltamannagaura en áður eftir að hafa kynnst Dalglish.
Hann er goðsögn. Ógleymanlegur, þeim sem sáu í aksjón. Ekkert sérstaklega skrafhreifinn fyrst, áður en maður kynntist honum þokkalega, en fínn náungi. Tölfræðin lýgur ekki.
"Bö hísa smassin lad hí is"
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 13:30
Vaxtarrækt og fitness
Siggi Gests heldur Íslandsmót í vaxtarrækt og í fitness um páskana og sjálfsagt að koma því á framfæri hér í einkafjölmiðli mínum. Vissi ekki af því í gær og gat þessa því ekki í Mogganum í dag.
Á morgun, föstudaginn langa, hefst forkeppni í vaxtarræktinni og nýrri grein sem kölluð er módelfitness (og þátttakendur bara konur), kl. 16 og úrslit kl. 20. Hvort tveggja í Sjallanum.
Á laugardaginn er svo Íslandsmótið í fitness í Höllinni. Forkeppni hefst klukkan 11.30 og úrslit kl. 18.00.
Reikna má með miklu fjöri og harðri keppni á öllum vígstöðvum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 23:13
Er verið að gera gys að okkur?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2006 | 21:45
Staðreyndirnar tala sínu máli . . .
Smá upplýsingar, bara svo þetta sé á hreinu.
Núið skiptir auðvitað mestu máli í íþróttakeppni en það er ekki verra að hafa unnið marga titla á árum áður líka. Og fimmti Evrópumeistaratitillinn vannst vorið 2005, ekki gleyma því. Þá var gaman í Istanbul.
Og nú er verið að telja í aftur; einn, tveir, þrír, fjór ... Rafa og strákarnir bæta væntanlega í bikarasafnið áður en langt um líður.
The Liverpool FC Trophy Cabinet | |||
League Champions | European Cup | FA Cup | League Cup |
Liverpool 18 | Real Madrid 9 | Man-United 11 | Liverpool 7 |
Man-United 15 | AC Milan 6 | Arsenal 9 | Aston Villa 5 |
Arsenal 13 | Liverpool 5 | Spurs 8 | Notts Forest 4 |
Everton 9 | Ajax 4 | Aston Villa 7 | Leicester 3 |
Aston Villa 7 | Bayern Munich 4 | Liverpool 6 | Spurs 3 |
Newcastle 6 | Chelsea 3 | ||
Blackburn 6 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2006 | 21:40
Fowler og Rooney
Afmælisbarn dagsins er Robbie Fowler framherji í Liverpool. Hann hélt upp á 31. afmælisdaginn með því að skora eina mark leiksins í sigrinum á Bolton á Anfield. Flottur!
Maður dagsins í enska boltanum er hins vegar Wayne Rooney í Manchester United sem átti stærstan þátt í 2:0 sigrinum á Arsenal. Hrikalega góður, sá gaur. Enda fæddur og uppalinn í bítlaborginni...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2006 | 11:16
Barcelona - Arsenal
Draumaúrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta í París í vor yrði Barcelona - Arsenal. Ekki vafi að þetta eru tvö skemmtilegustu liðin í dag og líklega þau bestu. Það fer kannski alltaf saman en þessi tvö eiga skilið Parísarferð.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)