Föngulegur hópur

Barnabörnin

Pabbi og mamma eiga glæsileg barnabörn eins og sjá má á þessari mynd, sem ég tók daginn eftir fertugsafmælisveislu Guffu og Sigga um daginn. Guffa systir á fjórar dætur, ég á þrjár, Solla systir einn son og Ásgrímur Örn, örverpi mömmu og pabba, kann báðar aðferðirnar og á sitt af hvoru tagi. Í efri röðinni eru, frá vinstri: Heba Þórhildur (Guffudóttir), Alma (mín), Lilja (Guffudóttir) og Sara (mín). Fremri röð frá vinstri: Bára (Guffu), Heba Karitas (Ásgríms), Unnar Þór (Sollu), Sigríður Kristín (Guffu), Arna (mín) og Birgir Orri (Ásgríms). Við sama tækifæri var tekin mynd af okkur öllum; pabba og mömmu með börnum sínum og tengdabörnum og barnabörnum, en ég hlífi dyggum áskrifendum mínum við þeirri mynd að sinni. Hún verður líklega ekki birt fyrr en allir hafa greitt áskriftina fyrir þennan mánuð . . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband