Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hugsanleg fjölgun í fjölskyldunni!

Hundur í heimsókn
Nei, við erum ekki ólétt hjónin, enda hætt barneignum - en okkar langar rosalega í hund og hefur gert lengi. Aðallega mig og Örnu reyndar, Sigrún húsbóndi hefur lagst gegn því en þegar nafna hennar og samstarfsmaður dásamaði hundinn sinn og kom svo með hann í heimsókn held ég að Sirra hafi bráðnað. Og vonandi fjölgar því bráðum á heimilinu. Arna er sjúk í hunda og mér sýnist Sara, sú yngsta á heimilinu, hrifin af þeim loðna líka. Ef af fjölgun á heimilinu verður ætlum við að fá okkur nákvæmlega svona hund, en ég man ekki í svipinn hvað tegundin heitir. En þeir eru ofboðslega fallir, þessir hundar. Alma var á fótboltaæfingu þegar voffi kom í heimsókn.

Föngulegur hópur

Barnabörnin

Pabbi og mamma eiga glæsileg barnabörn eins og sjá má á þessari mynd, sem ég tók daginn eftir fertugsafmælisveislu Guffu og Sigga um daginn. Guffa systir á fjórar dætur, ég á þrjár, Solla systir einn son og Ásgrímur Örn, örverpi mömmu og pabba, kann báðar aðferðirnar og á sitt af hvoru tagi. Í efri röðinni eru, frá vinstri: Heba Þórhildur (Guffudóttir), Alma (mín), Lilja (Guffudóttir) og Sara (mín). Fremri röð frá vinstri: Bára (Guffu), Heba Karitas (Ásgríms), Unnar Þór (Sollu), Sigríður Kristín (Guffu), Arna (mín) og Birgir Orri (Ásgríms). Við sama tækifæri var tekin mynd af okkur öllum; pabba og mömmu með börnum sínum og tengdabörnum og barnabörnum, en ég hlífi dyggum áskrifendum mínum við þeirri mynd að sinni. Hún verður líklega ekki birt fyrr en allir hafa greitt áskriftina fyrir þennan mánuð . . .


Smá sprell í brúðxxxxx, fyrirgefiði, afmælinu

Sprellið

Guffa systir og Siggi héldu upp á fertugsafmælin sín um daginn og var það aldeilis fínt teiti. Takkastjóri hér var í ágætis stuði, át vel og fékk sér aðeins neðan í því - óverulega þó enda dannaður náungi, en dansaði meira en samanlagt síðasta áratuginn. Maður svitnar við það, því var ég búinn að gleyma.

Við sprelluðum aðeins í afmælinu. Margir bjuggust við því að parið tilkynnti að hér væri ekki einungis um afmæli að ræða heldur og giftingu - ég vissi um einn sem var með aukaumslag í jakkavasanum -  en systir mín tók skýrt fram í upphafi að þau hefði ekki verið að gifta sig! Við stóðumst samt ekki mátið þegar Solla systir fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að panta prest sem hún kannast við; Solla hringdi sem sé í séra Óskar í Akureyrarkirkju sem býr í grennd við veislusalinn, hann brást skjótt við og ég kynnti hann sem leynigest. Hann sagðist vitaskuld hafa verið pantaður á staðinn, spurði hvar brúðhjónin væru og fær 10 plús fyrir leik.l Ég komst að því á eftir að Óskar er uppalinn á Laugarvatni eins og Siggi og foreldrar þeirra eru mikið vinafólk.

Þessi litla uppákoma vakti mikla lukku.

 


Fleiri myndir

Teitur og tarfurinn

Við komum að sunnan í kvöld, litla fjölskyldan mín, eftir dvöl á borgarhorninu síðan á fimmtudag. Ýmislegt dreif á daga okkar; ég mætti í vinnuna (! - eins og það sé eitthvað nýtt) og þær fóru í búðir (eins og það sé heldur eitthvað nýtt!). Til stóð að kíkja á menninguna í gærdag en við fórum þess í stað í skírnarveislu þar sem sonur Gunnu og Ottós var vatni ausinn og ber nú nafnið Teitur.

Ætluðum svo að kíkja á menninguna í gærkvöldi en gleymdum okkur við matarborðið hjá Ólöfu og Sigga. Þar var m.a. boðið uppá hreint dásamlegt hreindýrakjöt - væntanlega tarf, sbr. fyrirsögnina - meistaralega grillað, og villisveppasósu sem var göldrum líkust. Vissulega menning að borða góðan mat, og líklega sú skemmtilegasta. En eina menningin sem við urðum vitni að, þessi með stóra m-inu sem tilheyrði "Menningarnóttinni", var flugeldasýningin í gærkvöldi. Hún var fín.

Svo má ekki gleyma því að ég fór með dæturnar í gamla heimabæinn okkar, sjálft Seltjarnarnesið, þar sem við fórum í sundlaugina góðu í fyrsta skipti eftir breytingarnar. Þær virðast vel heppnaðar þótt eitthvað sé eftir af framkvæmdum.

Ég treysti því að Guðrún Ína og Rúnar hafi verið uppi í sumarbústað, svo ég geti logið því að þeim að ég hafi bankað uppá, eða þá að þau lesi þetta ekki! Ég loooooooofa því að við komum næst. Segjum bara að ég hafi verið örmagna eftir maraþonið...

 


080897 og 080806

Konurnar
Er ég að verða gamall? Litla barnið mitt, Sara, sofnaði átta ára í gærkvöldi en vaknaði níu ára í morgun. Söru var stillt upp við mælistiku á vegg áður en hún sveif inn í draumaheiminn í gær og Alma segir að hún hafi stækkað í nótt, á að giska um hundraðshluta úr millimetra miðað við lýsinguna.

Mynd fyrir Siggu og Jonna

Heimsókn
Við fengum góða gesti í Borgarhlíðina í dag. Systurnar Rósa og Auður ásamt börnum sínum og körlunum, Pétri og Sæbirni, kíktu við um hádegisbil. Jonni og Sigga og Anna voru um kyrrt á Sigló og ég vil hér með sýna Jonna að krakkarnir lugu því ekki að honum að hafa farið í heimsókn til okkar. Sævar og Erna voru meira að segja á staðnum og hér urðu fagnaðarfundir.

Sumarfrí II - Jordgubbar

Dætur mínar lærðu eitt orð í sænsku mjög fljótlega eftir að við komum til þess fallega lands í sumar. Það var jordgubbar - ("júrgubbar") - sem okkar góðu frændur nota yfir jarðarber. Þeim fannst þetta líka dálítið fyndið, en berin góð.

Sumarfrí I - Stjerneskud

Stjerneskud

Ingeborg gamla á veitingastaðnum Hos Ingeborg í sjávarútvegsbænum Esbjerg í Danmörku kann að servera Stjerneskud, rauðsprettu á ristuðu brauði, með rækjum, sperglum og öllu tilheyrandi. Við þau eldri í hópnum bröggðuðum á þessu lostæti en yngri kynslóðin fékkst ekki til þess, ef ég man rétt, heldur fékk íslenskt sjoppufæði - franskar kartöflur og þess háttar. En allur hópurinn fékk frítt að reykja, því á þessum annars skemmtilega veitingastað hefur það enn ekki verið bannað. Eða var að minnsta kosti ekki fyrr í sumar.

Dyggum lesendum síðunnar til upplýsingar læt ég svo fylgja með uppskrift að stjörnuhrapinu góða, sem ég fann á heimasíðu dönsku hjartaverndarinnar. Og fyrst þetta birtist þar geri ég ráð fyrir að heldur sé rétturinn talinn hollur frekar en hitt.

Ingredienser:

8 rødspættefileter, 1 æg til panering, 1 dl. Rasp, 1/2 liter rapsolie.

Dressing:
1 dl fromage frais, 2 spsk. Letmayonnaise, 1-2 spsk tomatketchup, salt, peber.

4 tykke store skiver lyst brød (ca. 70 g pr. stykke, brug evt. 2 stykker pr. person), 12 salatblade, 1 stort glas asparges (200 g drænet), 1/2 citron i skiver, 1/2 agurk i skiver, 2 tomater i både, 1 lille dåse sort kaviar (stenbiderrogn, 60 g), 1 hårdkogt æg, 1 bakke karse,100 gram rejer.

Fremgangsmåde:
Vend de 4 af fiskefileterne i æg og rasp og steg dem gyldne i en gryde med meget varm olie. Damp de resterende 4 fiskefilet kort i en gryde med lidt vand tilsat lidt salt.

Dressing: Rør alle ingredienserne sammen og smag til med salt og peber.

Rist brødet på brødristeren. Læg 3 salatblade på hver skive brød. Herpå 1 stegt og 1 dampede fisk. Kom 2 spsk. dressing over. Læg herpå 1/4 af aspargesene, 1 skive citron som ”citronspringer”,1/4 af agurkeskiverne som springere, 1/2 tomat i både, 1 spsk. kaviar, 1/4 hårdkogt æg og karse.
Drys til sidst med rejer.

Energi pr. person: 1900 kJ (460 kcal), Protein 26%, Kulhydrat 44%, Fedt 30% (16 gram pr. person).

Hvis du vil tabe dig, er din portion: 1/4 af opskriften.


Fleiri myndir

Allt tekur enda

Senn lýkur afskaplega huggulegu sumarfríi mínu. Svíar og Danir nutu þess að fá mig og fjölskylduna í heimsókn, ekki síst verslunargeirinn sem ku hafa blómstrað sem aldrei fyrr síðari hluti júní og fyrstu dagana í júlí.

Veltan í sjoppunni á Egilsstaðaflugvelli jókst svo umtalsvert kvöld eitt snemma í júlí þegar beina flugið á milli Kaupmannahafnar og Akureyrar lenti þar, sællar minningar. Þá var ekkert slor að vera í stuttbuxum og ermalausum bol, þess albúinn að ganga út í upphitaðan bílinn á Akureyrarflugvelli og keyra heim á fimm mínútum, en fá svo í bónus ríflega þriggja tíma akstur í rútu yfir öræfin. Frábært!

Síðustu vikur hef ég gjarnan farið í rauðu peysuna með málningarslettunum og spókað mig þannig í heimabænum. Virkar alltaf sannfærandi og ég talinn sveittur við að dytta að heima meira og minna allan daginn.

Kannski ég hundskist svo til þess að henda hér fljótlega inn nokkrum myndum frá sumrinu.

 


Alma og Mummi

Alma og Mummi
Kötturinn Mummi er ansi notalegur náungi og dætrum mínum þótti ákaflega vænt um hann, þegar við dvöldum á sveitasetrinu Almgarden fyrir utan Lund á Skáni, hjá Guffu, Sigga og stelpunum um daginn. Hér eru þau Alma og Mummi í góða veðrinu. Nú eru allir komnir heim, við eftir fríið og Guffa og hennar hópur eftir árs dvöl þarna úti. Ekki þótti Lilju, Hebu Þórhildi og Sigríði Kristínu síður vænt um Mumma, enda hann kötturinn þeirra í heilt ár. Og mér fannst hann sniðugur, eða kannski skynsamur; þegar haldið var af stað heim til Íslands var Mummi hvergi sjáanlegur. Hefur án efa áttað sig á því hvað var í vændum og ekki viljað valda stúlkunum óþarfa kvölum. Lét sig því hverfa um stund og þær muna einungis góðu stundirnar núna, ekki grátstaf í kverkum á magnþrunginni kveðjustund.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband